Alls munu fjórir málefnahópar þeirra fimm flokka sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum hefja störf á nefndarsviði Alþingis í dag, einn til tveir frá hverjum flokki.
Líklegt má telja að flestir í málefnahópunum séu þingmenn.
Flokkarnir hafa undirbúið sig í morgun fyrir fundarhöldin og til að mynda hófst þingflokksfundur Vinstri grænna í morgun, samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra Vinstri grænna.
Forsvarsmenn flokkanna munu fara yfir það sem kemur fram á fundunum að þeim loknum.
Ekki er ljóst hversu lengi málefnahóparnir munu funda í dag en Vinstri grænir sjá um að boða næstu fundi sem verða haldnir í framhaldinu.
Frétt mbl.is: Katrín ræddi við forsetann