Tuttugu manns í málefnahópunum

Frá nefndarsviði Alþingis í dag.
Frá nefndarsviði Alþingis í dag. mbl.is/Golli

Fjórir málefnahópar þeirra fimm flokka sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum hófu störf á nefndarsviði Alþingis klukkan eitt.

Alls er einn úr hverjum flokki í hverjum málefnahópi fyrir sig og samtals eru því tuttugu manns í hópunum fjórum. Auk þeirra taka starfsmenn úr flokkunum þátt í fundarhöldunum.

Frá upphafi fundar.
Frá upphafi fundar. mbl.is/Golli

Á meðal þeirra sem funda í dag eru Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy úr Pírötum, Björn Valur Gíslason og Steingrímur J. Sigfússon frá Vinstri grænum, Björt Ólafsdóttir og Eva Einarsdóttir úr Bjartri framtíð, Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni og Þorsteinn Víglundsson úr Viðreisn. 

Einn hópurinn fundar um atvinnu- og umhverfismál og um innviði. Annar fundar um efnahags- og skattamál, auk ríkisfjármála. Sá þriðji fundar um heilbrigðis- og menntakerfið og aldraða og öryrkja. Fjórði hópurinn fundar um stjórnarskrána, alþjóðamál, flóttamenn og jafnrétti.

Að sögn Svandísar Svavarsdóttur, þingsmanns Vinstri grænna, standa fundarhöldin yfir til klukkan 18 í dag. Þingflokksfundur Vinstri grænna er fyrirhugaður að þeim loknum og má búast við því að hinir þingflokkarnir muni einnig funda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert