Katrín fundaði með forsetanum

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, fundaði með Guðna Th. Jó­hann­es­syni, for­seta Íslands, klukk­an 9:30 í morg­un sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá skrif­stofu for­seta­embætt­is­ins. Ekki er gefið upp hvar fund­ur­inn hafi farið fram.

Katrín sagði í sam­tali við mbl.is í morg­un að hún ætlaði að ræða við for­set­ann fyr­ir há­degi og gera hon­um grein fyr­ir stöðunni í til­raun­um til stjórn­ar­mynd­un­ar. For­set­inn veitti Katrínu umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar í síðustu viku eft­ir að til­raun til þess að mynda rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar mistókst.

Við tók til­raun Katrín­ar til þess að mynda fimm flokka stjórn VG, Pírata, Viðreisn­ar, Bjartr­ar framtíðar og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Sú til­raun rann hins veg­ar út í sand­inn í gær. Katrín fund­ar með þing­flokki VG fyr­ir há­degi en ekki ligg­ur fyr­ir hver næstu skref verða. Hún get­ur annað hvort skilað umboðinu til for­set­ans eða kanna aðra kosti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert