Meirihlutastjórn reynd til þrautar

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, eftir að stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka sigldu …
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, eftir að stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka sigldu í strand í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Kost­un­um fer auðvitað fækk­andi en ég geri nú ráð fyr­ir að áfram verði reynt að mynda meiri­hluta­stjórn þó þess­ar tvær til­raun­ir hafi mistek­ist,“ seg­ir Grét­ar Þór Eyþórs­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, í sam­tali við mbl.is innt­ur álits á stöðunni sem kom­in er upp í til­raun­um stjórn­mála­flokk­anna til þess að mynda rík­is­stjórn.

Viðræður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, Pírata, Viðreisn­ar, Bjartr­ar framtíðar og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um mynd­un rík­is­stjórn­ar runnu út í sand­inn í gær­kvöldi eft­ir að þær höfðu staðið yfir í nokkra daga. Áður hafði viðræðum Sjálf­stæðis­flokks­ins, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar verið slitið. Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG, er enn með stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð frá Guðna Th. Jó­hann­es­syni, for­seta Íslands, en hef­ur ekki tekið ákvörðun um fram­haldið. Hún get­ur annað hvort skilað umboðinu eða kannað aðra stjórn­ar­mynd­un­ar­kosti.

Grét­ar seg­ir að áður en farið verði að skoða hugs­an­leg­ar minni­hluta­stjórn­ir sem fá for­dæmi eru fyr­ir hér á landi verði vænt­an­lega áfram reynt til þraut­ar að koma sam­an stjórn með meiri­hluta á Alþingi. Vanga­velt­ur hafa verið uppi um að reynt verði að fá Fram­sókn­ar­flokk­inn inn í stjórn með ein­hverj­um hætti. „Tak­ist að ná sam­an mál­efna­lega við Fram­sókn­ar­flokk­inn til dæm­is í miðju-vinstri­stjórn þá vær­um við að sjá Fram­sókn­ar­flokk með allt annað and­lit en við höf­um séð und­an­far­in ár. Þá með mun meiri áherslu á fé­lags­hyggju.“

Lík­urn­ar á aðkomu Fram­sókn­ar auk­ist

Staðan kalli í öllu falli á það að reynt verði að skoða fleiri mögu­leika á stjórn­ar­mynd­un en áður. Hvort sem það verði und­ir verk­stjórn Katrín­ar eða Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, ef hann fengi umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar aft­ur. „Lík­urn­ar á að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn komi að minnsta kosti eitt­hvað nær þessu hafa alla­vega auk­ist. Ekki síst þar semþað er greini­lega erfitt að ná sam­an við Viðreisn.“ Vís­ar hann þar til þess að Viðreisn hafi ár­ang­urs­laust reynt stjórn­ar­mynd­un bæði til vinstri og hægri.

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Grét­ar Þór Eyþórs­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði. mbl.is

Grét­ar seg­ir að eitt af því sem hugs­an­lega komi til end­ur­skoðunar sé banda­lag Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar en flokk­arn­ir hafa staðið sam­an í báðum til­raun­um til stjórn­ar­mynd­un­ar sem fram hafa farið. „Það er ekki víst að það haldi áfram enda eru flokk­arn­ir ekki neydd­ir til þess að halda því út í rauðan dauðann.“ Spurður um mögu­legt sam­starf Sjálf­stæðis­flokks­ins, Fram­sókn­ar­flokks­ins og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, sem sum­ir hafa nefnt til sög­unn­ar seg­ir Grét­ar að það gæti verið erfitt fyr­ir VG.

„Það yrði þá aldrei nema und­ir for­sæti Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Það hugsa að það væri án efa talið lág­markið. En ég er ekk­ert rosa­lega trúaður á þetta. VG myndi aldrei fara inn í slíka stjórn ef hún ætti að vera ein­hvers kon­ar fram­leng­ing á frá­far­andi stjórn sem þeir hafa gagn­rýnt harðlega,“ seg­ir Grét­ar. það þyrfti eitt­hvað mikið að koma til svo VG gæti rétt­lætt slíkt sam­starf. Aðrir kost­ir væru ekki fær­ir og VG fengi lyk­il­stefnu­mál fram og mála­flokka í rík­is­stjórn sem þeir flokk­ur­inn legði megin­á­herslu á. 

Stærri flokk­ar gætu hagn­ast á kosn­ing­um

Ef ekki tekst að mynda rík­is­stjórn yrði næsta skref vænt­an­lega að boða til nýrra kosn­inga. Grét­ar seg­ir aðspurður að mögu­leik­inn á að for­set­inn skipi utanþings­stjórn verði að telj­ast fjar­læg­ur. „Ég held að það sé tölu­vert langt í það að utanþings­stjórn komi til greina. En það eykst þrýst­ing­ur­inn á að til­raun­ir til stjórn­ar­mynd­un­ar taki styttri og styttri tíma.“ Fáir væru lík­lega spennt­ir fyr­ir nýj­um kosn­ing­um, bæði í röðum stjórn­mála­manna og kjós­enda, en ef til þess kæmi gæti það komið sér best fyr­ir stærri flokk­ana.

Þannig gætu kjós­end­ur litið til að mynda á Sjálf­stæðis­flokk­inn sem ávís­un á stöðug­leika eins og virt­ist hafa gerst í síðustu kosn­ing­um. Fylgi flokks­ins gæti því auk­ist enn kæmi til nýrra kosn­inga. Fram­sókn gæti að sama skapi náð vopn­um sín­um og ekki væri ólík­legt að VG gæti einnig fengið aukið fylgi. Nýj­ar kosn­ing­ar gætu hins veg­ar komið sér illa fyr­ir minni flokka. Marg­ir kjós­end­ur vildu lík­lega ekki að sama staða kæmi upp aft­ur og myndu þá hugs­an­lega vilja stuðla að því að hægt yrði að mynda stjórn.

„Ég hugsa að fólk sé orðið þreytt á kosn­ing­um,“ seg­ir Grét­ar. Þó form­leg kosn­inga­bar­átta fyr­ir síðustu kosn­ing­ar hafi verið frek­ar stutt miðað við flest­ar fyrri kosn­ing­ar hafi aðdrag­andi þeirra staðið yfir í marga mánuði. „Minni flokk­ar gætu tapað á nýj­um kosn­ing­um, til að mynda eins og Viðreisn og lík­legt er að það sama ætti við um Pírata. En maður sér ekki al­veg að menn fari að láta þetta ganga svo langt.“ Lík­lega væru eng­ir af flokk­un­um sér­stak­lega vel stemmd­ir fyr­ir þeim mögu­leika að nýj­ar þing­kosn­ing­ar færu fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert