Kannast ekki við gagnrýni á Katrínu

Þau Eygló Harðardóttir, Logi Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir voru …
Þau Eygló Harðardóttir, Logi Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir voru gestir hjá Helga Seljan í þættinum Vikulokin á Rás 1.

Það kom Theó­dóru S. Þor­steinss­dótt­ur, þing­manni Bjartr­ar framtíðar og Loga Ein­ars­syni, for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á óvart að það slitnaði upp úr stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, Viðreisn­ar, Bjartr­ar framtíðar, Pírata og  Sam­fylk­ing­ar sl. miðviku­dag. Þetta kom fram í þætt­in­um Viku­lok­in hjá Helga Selj­an á Rás 1 í morg­un.

Eygló Harðardótt­ir, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, seg­ir það hins veg­ar ekki hafa komið sér á óvart að slitnað hafi upp úr stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum í und­an­far­in tvö skipti og það hafi held­ur ekki komið þeim sem hún hef­ur rætt við á óvart. „Þetta var fyr­ir­sjá­an­legt og for­set­inn var bú­inn að benda á að það gæti orðið flókið að mynda stjórn,“ sagði hún.

„Við erum í þessu af heil­um hug og það kom mér á óvart í bæði skipt­in að það skyldi slitna svona fljótt upp úr, því mér fannst þetta ganga vel,“ seg­ir Theó­dóra og kveðst telja að í fyrra skiptið hafi viðræðum verið slitið vegna veiks meiri­hluta og að í síðara skipti hafi mögu­lega ekki verið næg­ur vilji allra flokka til að halda vinn­unni áfram.

Læst­ust í tækni­leg­um út­færsl­um á síðustu metr­un­um

„Mér fannst skorta vilja manna til að vinna nokkra klukku­tíma í viðbót, það var ekk­ert farið að reyna á að ná mála­miðlun­um,“ sagði Logi og bæt­ir við: „Ég held það sé gott að þetta sé svona flókið því sam­fé­lagið er flókið.“ Stjórn­mál eigi að vera list þess sem áður var talið ómögu­legt en hægt er að koma í fram­kvæmt.

„Mér finnst við læsa okk­ur of mikið í tækni­leg­um út­færsl­um á fyrstu metr­un­um,“ út­skýrði hann. Bene­dikt Jó­hann­es­syni, for­manni Viðreisn­ar, hefði hins veg­ar verið meiri sæmd af því að gefa upp raun­veru­lega ástæðu þess að Viðreisn sleit viðræðunum. Er Helgi spurði hver ástæðan hefði verið, kvaðst hann ekki vita það. „En ástæðan sem var gef­in upp var ekki raun­veru­leg. Það var ekki farið að ræða skatta­mál þegar viðræðunum var slitið og við viss­um öll að VG væri hlynnt hækk­un skatta þegar við hóf­um viðræðurn­ar.“

Þykir alltaf vænt um Fram­sókn

Hvorki Logi né Theó­dóra könnuðust við gagn­rýni á Katrínu Jak­obs­dótt­ur, formann VG, sem fjallað er um í Morg­un­blaðinu í morg­un. „Þessi frétta­skýr­ing er óra­langt frá minni upp­lif­un. Þetta er til­raun að ég held til að hafa áhrif á leik­inn,“ sagði Logi og Theó­dóra sam­sinnti því að hún hefði ekki heyrt af þess­ari hörðu gagn­rýni á Katrínu.

Logi kvaðst þó ekki hafa mikl­ar áhyggj­ur af að ekki tak­ist að mynda stjórn. „En það gæti tekið tíma. Mál­efni flokk­anna gera þetta erfiðara og nú er það þriðja breyt­an að það blas­ir við stjórn­ar­kreppa og þá þurfa all­ir flokk­ar að slaka á sín­um kröf­um. Það er bara spenn­andi.“

Spurð hvernig stjórn þeim hugn­ist, kvaðst Logi gjarn­an vilja fá einn dag í viðbót fyr­ir flokk­ana fimm sem slitu viðræðum sín­um á miðviku­dag til að ræða mál­in. „Ann­ars þykir mér alltaf vænt um Fram­sókn og tengsl flokks­ins við vel­ferðar­mál­in þótt við séum ekki sam­mála um stóru mál­in.“

Eygló sagði að sjálf ætti hún auðvelt með að ná sam­an með Bjartri framtíð og Sam­fylk­ingu í vel­ferðar­mál­um. „En við byrj­um ekki á að úti­loka neinn,“ sagði hún. „Ég hef starfa með stjórn­mála­flokki sem hef­ur ekk­ert alltaf verið á minni línu og tel með hafa náð ágæt­um ár­angri þrátt fyr­ir það.“ Hún hafi sömu­leiðis átt í góðu sam­starfi við fólk í Viðreisn þó hún sé ekki endi­lega alltaf sam­mála þeim.  „Til­finn­ing mín er sú að í öll­um flokk­um er fólk sem ég gæti unnið með og við erum of fljót að úti­loka.“

Aðrir flokk­ar verða að svara fyr­ir Sig­mund

Theó­dóra tók í sama streng. „Hug­mynda­fræðilega þá stend ég kannski lengst frá VG, en vil ekki úti­loka það. Mig lang­ar að ná breiðri sátt og þá þurfa allri að gefa eft­ir,“ sagði hún og bætti við að sér þætti t.d. ekk­ert ólík­legt að ná Sjálf­stæðis­flokki, VG og miðju­flokk­un­um sam­an.

Helgi ýtti fast á Eygló að svara varðandi stöðu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, inn­an flokks­ins og hvort það þrengi ekki stöðuna að aðrir flokk­ar séu ófús­ir að vinna með hon­um eða að sjá hann setj­ast í rík­is­stjórn. „Það verða aðrir flokk­ar að svara þessu,“ sagði Eygló.

Og Theó­dóra bætti við að ekki væri hægt að horfa fram hjá umræðunni út á við – að kosið hefði verið í nú í haust vegna aðkomu Sig­mund­ar að Pana­maskjöl­un­um. „En það eru all­ir flokk­ar með sitt og við verðum að ýta því frá okk­ur og máta okk­ur við mál­efn­in.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert