Benedikt afþakkaði boð Bjarna

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bene­dikt Jó­hann­es­son, formaður Viðreisn­ar, afþakkaði boð Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um að taka sæti í nú­ver­andi rík­is­stjórn Sjálf­stæðis- og Fram­sókn­ar­flokks­ins. Til­boðið fékk Bene­dikt í há­deg­inu í gær.  

„Það var löngu ljóst að við ætluðum ekki að ganga inn í þessa rík­is­stjórn. Ég sagði við hann [Bjarna] að við hefðum verið í öðrum viðræðum við hann,“ seg­ir Bene­dikt og vís­ar til viðræðna Viðreisn­ar, Sjálf­stæðis­flokks og Bjartr­ar framtíðar sem slitnaði upp úr fyrr í mánuðinum. 

Bene­dikt úti­lok­ar hins veg­ar ekki sam­starf með Fram­sókn­ar­flokkn­um. 

„Við ætt­um að reyna að opna viðræðurn­ar meira en við höf­um verið að gera í ljósi þess sem for­set­inn hef­ur sagt,“ seg­ir Bene­dikt. Hann seg­ir stjórn­mála­flokk­ana alla vera að tala sam­an. „Kannski eru að opn­ast nýir mögu­leik­ar sem ekki voru áður."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert