Benedikt afþakkaði boð Bjarna

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, afþakkaði boð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að taka sæti í núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins. Tilboðið fékk Benedikt í hádeginu í gær.  

„Það var löngu ljóst að við ætluðum ekki að ganga inn í þessa ríkisstjórn. Ég sagði við hann [Bjarna] að við hefðum verið í öðrum viðræðum við hann,“ segir Benedikt og vísar til viðræðna Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar sem slitnaði upp úr fyrr í mánuðinum. 

Benedikt útilokar hins vegar ekki samstarf með Framsóknarflokknum. 

„Við ættum að reyna að opna viðræðurnar meira en við höfum verið að gera í ljósi þess sem forsetinn hefur sagt,“ segir Benedikt. Hann segir stjórnmálaflokkana alla vera að tala saman. „Kannski eru að opnast nýir möguleikar sem ekki voru áður."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert