Sami verktaki með ólíkar kennitölur

Kísiljárnsver United Silicon í Helguvík.
Kísiljárnsver United Silicon í Helguvík.

Forsvarsmaður pólska verktakafyrirtækisins Metal Mont, sem m.a. vann að uppbyggingu kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík, gerði forstjóra Ístaks tilboð á dögunum í nafni annars verktakafyrirtækis sem hefur sama aðsetur og Metal Mont í borginni Czestochowa í suðurhluta Póllands.

Í samtali við Morgunblaðið segir forstjóri Ístaks að sami aðili hafi viðurkennt að hann skipti um kennitölur til að komast hjá því að stofna til fastrar starfsstöðvar hérlendis. Með því móti kemst fyrirtækið hjá því að greiða skatta og skyldur til íslenskra yfirvalda, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert