Fyrsta óformlega fundi Pírata með hinum fjórum flokkunum sem ætla að reyna að mynda ríkisstjórn, er nýlokið en hann stóð yfir í rúmar tvær klukkustundir.
Að sögn fjölmiðlafulltrúa Pírata var sammælst um það á fundinum að hittast aftur á morgun.
Lögð voru nokkur verkefni fyrir þann fund með það að markmiði að fyrir helgi verði ákveðið hvort farið verði í formlegar stjórnarmyndunarviðræður.
Fundað verður á morgun eftir þingsetningu en hún hefst klukkan 13.30.
Fréttatilkynning frá Pírötum:
„Í dag, mánudaginn 5. desember, ræddu fulltrúar Bjartrar framtíðar, Pírata, Viðreisnar, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar saman um myndun ríkisstjórnar en eins og kunnug er afhenti forseti Íslands Guðni Jóhannesson Pírötum stjórnarmyndunarumboð sl. föstudag.
Umræðurnar í dag gengu vel og er gert ráð fyrir að fulltrúar flokkana fundi aftur á morgun og að ákvörðun um formlegar stjórnarmyndunarviðræður muni liggja fyrir í lok þessarar viku.“