Hefja viðræður við aðra flokka í dag

Smári McCarthy, Pírati.
Smári McCarthy, Pírati. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Píratar ætla sér að hefja stjórnarmyndunarviðræður við aðra flokka í dag. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gat ekki sagt til um hvort viðræðurnar verða formlegar eða óformlegar.

Fyrst verður þingflokksfundur Pírata haldinn klukkan 10 í Alþingishúsinu þar sem ríkisfjármálin verða rædd. „Það er það sem flestir flokkarnir eru að gera í ljósi þess að það á að leggja fram fjárlagafrumvarp í vikunni,“ segir Smári.

„Við erum í þeirri stöðu að þinghald er að koma ofan í hitt, þannig að við þurfum að halda mörgum boltum á lofti.“

Aðspurður segir hann að engar viðræður við aðra flokka hafi farið fram um helgina. Tíminn hafi verið notaður í undirbúning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert