Styttra til Sjálfstæðisflokksins en Viðreisnar

Björn Valur Gíslason, varaformaður VG.
Björn Valur Gíslason, varaformaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég myndi auðvitað vilja sjá rík­is­stjórn þar sem vægi Vinst rigrænna væri sem mest,“ sagði Björn Val­ur Gísla­son, vara­formaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, í þætt­in­um Viku­lok­in á Rás 1 í morg­un. Sagðist hann telja að VG ætti að vera í rík­is­stjórn sem ann­ar stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn á Alþingi.

Ef flokk­ur­inn yrði ekki í rík­is­stjórn væri hinn mögu­leik­inn öfl­ug hægri­stjórn. Tvennt væri í boði eins og staðan væri í dag, fimm flokka stjórn sem viðræður stæðu yfir um eða stjórn sem mynduð væri af Sjálf­stæðis­flokkn­um ásamt ein­hverj­um öðrum flokk­um.

„Það er ekki góður kost­ur ef hægri­flokk­arn­ir á þingi læsa sig sam­an. Það yrði þá öfl­ugri og meiri hægri­stjórn held­ur en við höf­um áður þekkt hér á landi. Ég vil ekki sjá það ger­ast. Ég vil frek­ar að Vinstri græn fari þá í stjórn með ein­hverj­um þess­ara hægri­flokka,“ sagði Björn Val­ur.

Mikið rætt um sam­starf VG og Sjálf­stæðis­flokks­ins 

Spurður hvort hann gæti hugsað sér stjórn­ar­sam­starf VG og Sjálf­stæðis­flokks­ins sagði Björn Val­ur að sum­ir töluðu fyr­ir því og hann hefði mikið orðið var við það í sínu kjör­dæmi, Norðaust­ur­kjör­dæmi, og víðar á lands­byggðinni. Fólk væri tals­vert spennt fyr­ir því að mynduð yrði rík­is­stjórn sem næði frá báðum end­um.

Björn Val­ur sagði að fólk sæi þar ákveðna snertifleti í mál­efn­um sem tengd­ust lands­byggðinni. Til að mynda í sjáv­ar­út­vegi, land­búnaði og sam­göngu­mál­um. Þar væru snertiflet­ir. Fyr­ir vikið ætti að vera auðveld­ara að ná sam­an við Sjálf­stæðis­flokk­inn í þeim efn­um en til að mynda Viðreisn eða Bjarta framtíð.

Hins veg­ar væri langt á milli til að mynda í efna­hags­mál­un­um. En það ætti reynd­ar við um fleiri flokka eins og Viðreisn. „Þannig að ég vil ekki úti­loka neitt,“ sagði Björn Val­ur. „Úrslit kosn­ing­anna voru bara þannig að við get­um ekk­ert leyft okk­ur það að úti­loka nokk­urn skapaðan hlut. Við þurf­um bara að leysa úr þess­um verk­efn­um sem okk­ur var falið og það þýðir að all­ir þurfa að gefa eitt­hvað eft­ir.“

Ligg­ur beint við að stóru flokk­arn­ir ræði sam­an

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þingmaður og rit­ari Sjálf­stæðis­flokks­ins, fagnaði því að Björn Val­ur skyldi ekki úti­loka neinn mögu­leika í stöðunni. Spurð hvort sam­starf VG og Sjálf­stæðis­flokks­ins kæmi til greina svaraði hún því ját­andi.

„Auðvitað ligg­ur það frek­ar beint við að stærstu tveir flokk­arn­ir tali sam­an eft­ir niður­stöður kosn­inga og manni finnst frek­ar eðli­legt að þeir geri það og reyni að finna ein­hvern sam­starfs­grund­völl og finni síðan þriðja og jafn­vel fjórða flokk­inn með sér í það.“

Spurð hvort hún teldi að flokk­arn­ir gætu samið um sam­starf sagðist hún telja það. Eins gæti Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn myndað stjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð þótt sú stjórn myndi vit­an­lega hafa nokkuð tæp­an meiri­hluta á þingi.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert