Ekki á einu máli um framhaldið

Formenn funda.
Formenn funda. mbl.is/Árni Sæberg

Viðræður flokk­anna fimm sem síðast reyndu stjórn­ar­mynd­un fóru ekki bara út um þúfur vegna ágrein­ings um rík­is­fjár­mál­in; lend­ing náðist ekki held­ur í umræðum um sjáv­ar­út­vegs­mál og land­búnaðar­mál. Frá þessu greindi Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir, vara­formaður Viðreisn­ar, í Kast­ljósi.

Í þætt­in­um var rætt við full­trúa þeirra sjö flokka sem eiga þing­menn á Alþingi. Til umræðu var sú staða sem upp er kom­in, nú þegar umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar ligg­ur kyrrt hjá for­seta eft­ir nokkr­ar til­raun­ir.

Ótt­arr Proppé, formaður Bjartr­ar framtíðar, reið á vaðið og sagði síðustu kosn­ing­ar hafa verið bylt­ing­ar­kennd­ar. Niður­stöður þeirra hefðu verið þær að göm­ul mynstur væru ekki leng­ur á boðstóln­um og því væri ekki skrýtið að það tæki tíma að máta eitt­hvað nýtt.

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Ótt­arr Proppé, formaður Bjartr­ar framtíðar, og Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Tíma­bilið frá kosn­ing­um hef­ur verið gef­andi og upp­lýs­andi, sagði Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata, en hún sagðist m.a. hafa fengið inn­sýn í það hvar menn settu sín mörk. Hún sagði að flokk­arn­ir fimm sem síðast ræddu sam­an hefðu farið mikið og djúpt ofan í mál­in en það væri snúið að miðla mál­um milli fimm flokka og aug­ljóst að menn þyrftu að gefa eft­ir.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði það að ein­hverju leyti skilj­an­legt að flókið væri að mynda rík­is­stjórn en öðru leyti ekki. Þær góðu aðstæður sem væru uppi ættu ekki að halda fólki frá því að vilja taka við stjórn­artaum­un­um. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er eini flokk­ur­inn sem hef­ur ekki átt form­lega aðild að stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum í kjöl­far kosn­ing­anna og sagði Sig­urður að sér virt­ist, sem áhorf­anda, vanda­málið liggja í því að það gætu ekki all­ir fengið allt.

Katrín Jakobsdóttir, fomaður Vinstri grænna, á Bessastöðum.
Katrín Jak­obs­dótt­ir, fomaður Vinstri grænna, á Bessa­stöðum. mbl.is/Ó​feig­ur

„Ég er bara nokkuð hress núna,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, þegar það barst í tal að hún hefði viður­kennt að vera þreytt eft­ir viðræðulot­urn­ar. Sagðist Katrín hafa fengið send­ing­ar vegna þess, sér­stak­lega frá karl­mönn­um, en stjórn­mála­menn mættu aug­ljós­lega ekki verða þreytt­ir.

Katrín tók und­ir með Ótt­ari og sagði und­an­gengna mikla átaka­tíma í ís­lensk­um stjórn­mál­um, al­veg frá hruni. Hún sagði átök­in ekki bara hafa komið fram á hinum hefðbundna vinstri-hægri skala, held­ur snú­ist um önn­ur mál. Hún sagði að áhuga­vert yrði að fylgj­ast með þróun mála, nú þegar eng­inn meiri­hluti væri á þing­inu; hvort það myndi hafa áhrif á þing­störf­in. Talaði hún um „áhuga­verða lýðræðis­lega til­raun“ í þessu sam­hengi.

Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.
Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir, vara­formaður Viðreisn­ar.

Menn þurfa að nálg­ast þetta af ákveðinni hóg­værð, sagði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, spurður að því hvort flokk­ur­inn hefði nú öll spil á hendi. „Þetta er ekki leik­ur, þetta er al­vara,“ sagði hann. Guðlaug­ur sagði ljóst að ekki yrði hægt að mynda tveggja flokka stjórn en erfiðast væri að eft­ir kosn­ing­ar hefðu menn talað eins og þeir væru enn í kosn­inga­bar­áttu. Hann sagði Sjálf­stæðis­flokk­inn ekki vilja úti­loka neina kosti því það þyrfti jú að mynda starf­hæfa rík­is­stjórn.

Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir, vara­formaður Viðreisn­ar, vildi ekki gera mikið úr því að stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðurn­ar hefðu tekið lang­an tíma. Hún sagði ferlið á marg­an hátt hafa verið hollt; flokk­arn­ir hefðu kynnst vel og átt góðar og mál­efna­leg­ar viðræður. Hrósaði hún Pír­öt­um fyr­ir að leiða síðustu viðræður þannig að all­ir hefðu komið sem jafn­ingj­ar að borðinu og sagði að jafn­vel þótt þær hefðu ekki leitt til stjórn­ar­mynd­un­ar, hefðu þær verið gagn­leg­ar. Sagðist hún ekki vilja lýsa ástand­inu sem „stjórn­ar­kreppu.“

Fyrri umferð stjórnarmyndunarviðræðna VG, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar.
Fyrri um­ferð stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna VG, Pírata, Viðreisn­ar, Bjartr­ar framtíðar og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði rétt að fagna því að flokk­arn­ir væru fleiri og sjón­ar­mið fjöl­breytt­ari. Hann sagðist ekki vilja ein­blína á vand­ann og að eitt­hvað gott myndi skila sér.

Full­trú­arn­ir voru spurður að því hvað tæki nú við, hvort menn ætluðu að hringj­ast á eða hrein­lega taka sér frí fram yfir ára­mót. Sig­urður Ingi sagðist hafa átt sam­töl við alla í gær. Það þyrfti að ljúka ákveðnum mál­um í þing­inu og í raun væru all­ir sam­mála um að ráðast þyrfti í ákveðna upp­bygg­ingu innviða, skapa stöðug­leika á vinnu­markaði og fleira.

Birgitta áréttaði að það væri ekki svo að ekk­ert væri að ger­ast þótt ekki hefði tek­ist að mynda rík­is­stjórn. Mik­il vinna ætti sér stað í þing­inu við flók­in mál. Hún sagði menn vera mjög sam­mála um mörg mál og það hlyti að vera hægt að vinna áfram með þau, jafn­vel þótt menn færu ekki sam­an í rík­is­stjórn.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Til orðaskipta kom milli Birgittu og Katrín­ar, en Katrín ít­rekaði að það ætti ekki að líta á það sem „skot“ þótt menn segðu að flokk­arn­ir væru ekki sam­mála og hefðu ólík­ar skoðanir á því hvernig ætti að fjár­magna út­gjöld. Birgitta sagði hins veg­ar ósatt sem sagt hefði verið, að aðrir en VG hefðu ekki viljað leggja meira í heil­brigðis- og mennta­mál­in. Svaraði Katrín þá að ekki væri hægt að neita því að menn hefðu ekki komið sér sam­an um það hvernig átti að fjár­magna þessa þætti.

Logi sagði að þrátt fyr­ir áherslumun varðandi fjár­mögn­un hefðu flokk­arn­ir verið bún­ir að ná sam­an um um­fangið. Út af stæði „handa­vinna.“ Innt­ur eft­ir því hvað hann meinti með handa­vinnu, þegar við blasti að nokkuð bæri á milli, út­skýrði hann að búið hefði verið að kort­leggja stöðuna og hvernig hver og einn vildi ná í tekj­ur. Flokk­arn­ir væru „gletti­lega“ ná­lægt því að ná sátt, sagði hann.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Jóna sagði rétt að nokkuð hefði borið á milli. Strandað hefði á rík­is­fjár­mál­un­um, land­búnaðinum og sjáv­ar­út­veg­in­um. Sagði hún að fjór­ir flokk­ar hefðu viljað fara í ákveðnar breyt­ing­ar á þess­um kerf­um til að tryggja bet­ur hag neyt­enda en VG hefðu ekki verið til­bún­ir til þess.

Katrín brást við þess­um orðum með því að segja að það væri „fínt“ að það kæmi fram að ágrein­ing­ur hefði verið uppi um út­gjalda­aukn­ingu og op­in­ber fjár­mál. Ekki hefði ríkt ein­hug­ur um hversu langt átti að ganga. Sagðist hún hafa rætt það við Bene­dikt Jó­hanns­son, formann Viðreisn­ar, í gær að það væri langt á milli þess­ara tveggja flokka. Katrín sagði að sér þætti hins veg­ar slæmt að verið væri að gera sér upp skoðanir á öðrum flokk­um. Fólk hefði verið mjög lausnamiðað varðandi land­búnaðinn og all­ir hefðu viljað kerf­is­breyt­ing­ar í sjáv­ar­út­veg­in­um en hefðu verið ósam­mála um hverj­ar þær ættu að vera.

Ótt­arr sagði þenn­an ágrein­ing hluta af nýj­um heimi og nýrri póli­tík. Sagði hann að finna þyrfti nýj­ar leiðir til að leysa úr ágrein­ingi; sá tími væri liðinn að nokkr­ir sterk­ir mynduðu meiri­hluta og réðu mál­um án þess að menn ræddu sam­an aft­ur fyrr en þegar aft­ur kæmi að kosn­ing­um.

Fyrst reyndu að ná saman Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð.
Fyrst reyndu að ná sam­an Sjálf­stæðis­flokk­ur, Viðreisn og Björt framtíð. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Guðlaug­ur gagn­rýndi umræðuna um breyt­ing­ar og sagði að í raun hefði þegar verið ráðist í ýms­ar breyt­ing­ar, t.d. á viðskipt­um. Það væri ekki þannig að „nokkr­ir stór­ir krakk­ar á leik­vell­in­um“ réðu öllu. Sagði hann að hon­um þætti menn vera að tala sig inn í vanda; all­ir vissu að í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi þyrftu menn að gera mála­miðlan­ir. Ef flokk­arn­ir væru fleiri en tveir þyrfti að slá meira af. Sagði hann stöðuna þrátt fyr­ir allt góða og ekk­ert krísu­ástand uppi. Hins veg­ar væru mörg vanda­söm verk­efni fram und­an, t.d. að koma í veg fyr­ir þenslu.

Þing­flokks­formaður­inn sagðist sam­mála Bjarna Bene­dikts­syni um að það væri betra ef færri flokk­ar en fleiri mynduðu stjórn. Logi mót­mælti því hins veg­ar að fleiri flokk­ar þýddu fleiri mála­miðlan­ir. Hann sagði fimm flokka til staðar sem vildu ráðast í kerf­is­breyt­ing­ar og sagðist helst vilja mynda stjórn eft­ir helgi. Katrín sagði flokk­ana vissu­lega eiga margt sam­eig­in­legt en enn væri margt sem ekki hefði náðst sam­komu­lag um. Sagði hún ekki mikl­ar lík­ur á sam­starfi VG og Sjá­fl­stæðis­flokks.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Eggert

Spurður að því hvað menn vildu gera, mynda minni­hluta­stjórn eða hvað, sagðist Ótt­arr ekki vilja gef­ast upp. Birgitta tók und­ir þetta og sagðist vilja að menn héldu áfram að tala sam­an óform­lega. Sig­urður Ingi sagði „fléttu“ full­reynda. Hægt væri að mynda meiri­hluta­stjórn, ef ekki þá minni­hluta­stjórn. Þá kæmi til greina að kjósa í vor. Katrín sagði ekk­ert að því að opna á minni­hluta­stjórn, það gæti reynst Alþingi hollt. Guðlaug­ur sagðist hins veg­ar sann­færður um að hægt væri að mynda meiri­hluta­stjórn en menn þyrftu að slá af ýtr­ustu kröf­um. Jóna sagði vel hægt að mynda ein­hvers kon­ar rík­is­stjórn og kosn­ing­ar væru ekki á borðinu.

„Þetta verður hægt. Feg­urðin birt­ist í marg­breyti­leik­an­um og nú skul­um við bara gefa þjóðinni jóla­gjöf sem end­ur­spegl­ar stórt lit­róf sam­fé­lags­ins,“ sagði Logi, sem átti loka­orðið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka