Færri flokka stjórn betri kostur

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Eggert

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir æskilegra að mynda stjórn færri flokka en fleiri. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna í kvöldfréttum RÚV. Hann segist sjá fyrir sér að menn geti náð saman fyrir áramót.

Fjármálaráðherrann sagðist áður hafa sagst vera reiðubúinn til að vinna áfram með Framsóknarflokknum og þá væru Viðreisn og Björt framtíð einnig í spilunum. Hann sagði minnihlutastjórn síðri kost en hitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert