Þingstörfin setja strik í reikninginn

Alþingi var sett 6. desember síðastliðinn.
Alþingi var sett 6. desember síðastliðinn. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir flokkinn ekki í stjórnarmyndunarviðræðum sem stendur. Telur hún líklegt að þingstörfin hafi áhrif á viðræður allra flokka. „Þingstörfin eru afar fyrirferðamikil þessa dagana. Við erum að gera mjög mikið á stuttum tíma svo ég ímynda mér að það setji strik í reikninginn.“

Kristján Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Pírata segir Pírata ekki heldur hafa átt í formlegum viðræðum undanfarna daga. „Fólk hefur hist á göngunum [í Alþingishúsinu] en það er ekkert á dagskrá.“ Hann tekur í sama streng og Katrín og segir líklegt að þingstörfin hafi sitt að segja. „Mér skilst að það sé verið að reyna að klára þetta fyrir jól svo fólk komist í jólafrí og geti sleppt því að mæta milli jóla og nýárs.“

Ekki náðist í fulltrúa annarra flokka nú í morgun en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að hann teldi líklegt að stjórnarmyndunarviðræður hefðu gengið betur hefði Framsókn verið þátttakandi í þeim.

Frétt mbl.is: Hefði gengið betur með Framsókn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert