Samfylkingin eykur fylgi sitt

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samfylkingin hefur aukið fylgi sitt, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Aðrir flokkar standa meira og minna í stað.

Samfylkingin mælist með 7,5%, sem er rúmlega tveimur prósentustigum meira en í síðasta mánuði, samkvæmt frétt Rúv.

Viðreisn er með nánast sama fylgi, eða 7,4%. Fylgi við flokkinn hefur ekki verið minna frá stofnun hans í vor.

Sjálfstæðisflokkurinn er með 29% fylgi, Vinstri grænir með 20%, Píratar með 14,6%, Framsókn með 8,95 og Björt framtíð með 8,75% fylgi.

Flokkar eða framboð, sem ekki hafa mann á þingi, mælast samtals með 4%.

7,1% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp, og 6,3% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag, samkvæmt könnuninni. 

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og …
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn, sem reyna nú að mynda ríkisstjórn, mælast samtals með 45,1% fylgi í könnuninni.

Flokkarnir sem áður reyndu að mynda stjórn, Vinstri græn, Píratar, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin, mælast með 58,2% fylgi.

Núverandi ríkisstjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, hafa samtals 37,9% fylgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert