Framsókn og VG vilja viðræður við Sjálfstæðisflokk

Allir vilja nú ræða við Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar.
Allir vilja nú ræða við Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar. mbl.is/Árni Sæberg

For­ystu­menn Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna hafa síðustu daga átt sam­töl um hvort flokk­ar þeirra geti sam­an verið val­kost­ur í stjórn­ar­sam­starfi við Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hafa Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, for­sæt­is­ráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG, farið yfir mál og sett punkta á blað, sem væru grund­völl­ur viðræðna. Sam­hljóm­ur þykir vera í það mörgu að hægt sé að stíga frek­ari skref. Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, mun kunn­ugt um þess­ar hug­mynd­ir.

Sem kunn­ugt er hafa for­ystu­menn Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar að und­an­förnu rætt um rík­is­stjórn­ar­sam­starf. Vegna þess áttu þeir fund með Guðna Th. Jó­hann­es­syni, for­seta Íslands, fyr­ir ára­mót. Þar var Bjarna Bene­dikts­syni falið umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar. Ráðgert hef­ur verið að form­leg­ar viðræður full­trúa þess­ara flokka hefj­ist í dag, 2. janú­ar, og fram kom hjá Bene­dikt Jó­hann­es­syni, for­manni Viðreisn­ar, í frétt­um Stöðvar 2 í gær­kvöldi að ný rík­is­stjórn flokk­anna yrði hugs­an­lega kynnt í lok vik­unn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert