„Muni ganga í þetta sinn“

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kemur til fundarins í dag.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kemur til fundarins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsti fund­ur form­legra stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna Sjálf­stæðis­flokks­ins, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar er haf­inn í Alþing­is­hús­inu. Fimm sitja fund­inn. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Bene­dikt Jó­hann­es­son, formaður Viðreisn­ar, Ótt­arr Proppé, formaður Bjartr­ar framtíðar, Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir, þingmaður og vara­formaður Viðreisn­ar, og Björt Ólafs­dótt­ir, þingmaður Bjartr­ar framtíðar. Fund­ur­inn hófst klukk­an 15:30.

Bene­dikt sagði við frétta­menn fyr­ir fund­inn að verk­efni næstu daga væru „að setja á blað þess­ar hug­mynd­ir sem við höf­um verið með og búa svo til stjórn­arsátt­mála og at­huga hvort það geng­ur ekki. Ef það geng­ur þá erum við í góðum mál­um.“ Spurður hvort flokk­arn­ir væru orðnir ásátt­ir um það hvernig ætti að standa að mál­um sagði Bene­dikt svo ekki vera. „En við erum búin að tala nóg sam­an þannig að við höld­um að þetta muni ganga í þetta sinn.“

Spurður hvort það ætti líka við um Evr­ópu­mál­in sagði Bene­dikt það vera von­andi. Ann­ars kæmi það bara í ljós. Spurður áfram hvort bú­ast mætti við nýrri rík­is­stjórn í lok þess­ar­ar viku eða í byrj­un þeirr­ar næstu sagðist Bene­dikt engu vilja lofa í þeim efn­um. „Það skipt­ir ekki öllu máli úr því sem komið er hvort það ger­ist ein­um degi fyrr eða seinna. 

Bene­dikt var einnig spurður hvort hug­mynd­ir væru uppi um að styrkja naum­an meiri­hluta með fjórða flokk­in­um. Sagðist hann sjálf­ur ekki hafa hugsað um það. 

Bjarni og Ótt­arr gáfu ekki kost á viðtali. Ekki ligg­ur fyr­ir hversu lengi fund­ur­inn mun standa.

Fulltrúar flokkanna þriggja við upphaf fundarins í dag.
Full­trú­ar flokk­anna þriggja við upp­haf fund­ar­ins í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert