Þjóðaratkvæði ekki stefna flokksins

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í Alþingishúsinu í kvöld.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í Alþingishúsinu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við vor­um að skipu­leggja þetta sam­tal á þess­um fundi og aðeins að staðsetja okk­ur hvar við erum stödd, hvar við hörf­um þörf fyr­ir að taka ein­stök mál til frek­ari umræðu og vor­um með ákveðna verka­skipt­ingu og ákveða næsta fund. Þetta var fínn fund­ur upp á það að gera,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is eft­ir fyrsta form­lega fund­inn í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum flokks­ins við Viðreisn og Bjarta framtíð.

Fundað verður aft­ur á morg­un klukk­an 13:30 og Bjarni hyggst kalla sam­an þing­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins í fyrra­málið og er stefnt að því að fundað verði klukk­an tíu. Þar hyggst hann upp­lýsa þing­menn flokks­ins um stöðuna. „Það eru nokk­ur mál sem eig­um eft­ir að taka til frek­ari umræðu og jafn­vel þó menn getið sett niður á blað texta um ein­stök atriði er líka mik­il­vægt að menn gefi sér tíma til þess að ræða um slík mál þegar und­ir eru stór­ir mála­flokk­ar. Þannig að það leiki eng­inn vafi á því að menn séu að sjá hlut­ina frá sömu hlið.“

Ekki stöðvað af ein­staka þing­flokk­um

Bjarni sagði að ekki hafi að öðru leyti dregið til tíðinda á fund­in­um. „Þetta var fyrst og fremst fund­ur til þess að hefja viðræðurn­ar og skipu­leggja sig.“ Spurður um Evr­ópu­mál­in í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðunum sagði Bjarni stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins í þeim mál­um skýra og að flokk­ur­inn ætli ekki að hvika frá henni. „Hann mun halda sín­um sjón­ar­miðum á lofti. Það þýðir til dæm­is að við erum ekki að fara að fara í aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið og við telj­um að hags­mun­um lands­ins sé best borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins.“

Spurður hvort til greina kæmi að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn setti málið á dag­skrá eða tæki þátt í því til að mynda með þjóðar­at­kvæðagreiðslu í ljósi stefnu sinn­ar sagði Bjarni: „Það er ekki okk­ar stefna að efna til slíkr­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslu og við höf­um ekki verið til samn­inga um slíkt.“ Spurður áfram hvort málið yrði hugs­an­lega sett í hend­ur þings­ins sagði hann: „Það er auðvitað ein­hver veru­leiki sem all­ir sjá, að slík mál geta komið fram á þing­inu og það er ekki eitt­hvað sem ein­staka þing­flokk­ar geta komið í veg fyr­ir. Og það væri óskyn­sam­legt.“

Hins veg­ar skipti máli hvernig yrði brugðist við ef slík mál kæmu upp í þing­inu. Spurður hvernig Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn myndi bregðast við því ef til­laga um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu kæmi fram í þing­inu og yrði samþykkt sagðist Bjarni ekki geta tjáð sig um það. Hann ít­rekaði hins veg­ar aðspurður að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn myndi ekki standa að um­sókn­ar­ferli að sam­band­inu. „Það vona ég að komi eng­um á óvart.“

Frá fundi flokkanna þriggja í dag.
Frá fundi flokk­anna þriggja í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert