Verður Óttarr heilbrigðisráðherra?

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, verður heilbrigðisráðherra í fyrirhugaðri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þetta er fullyrt í frétt Bloomberg-fréttaveitunnar. Vísað er í tvo ónafngreinda heimildarmenn fréttaveitunnar í því sambandi sem þekki til stjórnarmyndunarviðræðna flokkanna.

Fram hefur komið áður að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra ef af ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna verður. Einnig hefur verið rætt um að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, verði fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kemur einnig fram í frétt Bloomberg.

Þá hefur komið fram að Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kunni að verða utanríkisráðherra. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest.

Bjarni sagði eftir þingflokksfund sjálfstæðismanna í gær að ekki lægi endanlega fyrir hverjir yrðu ráðherrar fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hann hyggst funda um það með hverjum og einum þingmanni flokksins í dag og á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka