Björt framtíð samþykkti sáttmálann

Björt Ólafsdóttir og Nicole Leigh Mosty mæta til fundarins í …
Björt Ólafsdóttir og Nicole Leigh Mosty mæta til fundarins í kvöld. mbl.is/Golli

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti stjórn­arsátt­mála fyr­ir­hugaðrar rík­is­stjórn­ar eftir langa fundarsetu í kvöld í menningarmiðstöðinni Gerðuberg. Fundurinn hófst klukkan átta og honum lauk um ellefu leytið.

79 eru í stjórn flokksins en af þeim kusu 70 í kvöld. 51 sagði já, 18 nei og þá var eitt atkvæði ógilt.

Stjórnarsáttmálinn var einning samþykktur á fundum Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert