Evrópumálin sett á ís

Ánægja. Farið var yfir lokadrög að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar á …
Ánægja. Farið var yfir lokadrög að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar á fundi þingmanna Viðreisnar í gær. mbl.is/Árni Sæberg

 Ný rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Bjartr­ar framtíðar og Viðreisn­ar mun ekki leggja fram til­lögu á Alþingi varðandi mögu­lega um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu á nú­ver­andi kjör­tíma­bili.

Þetta kem­ur fram í drög­um að stjórn­arsátt­mála sem for­menn flokk­anna þriggja hafa kynnt fyr­ir þing­flokk­um sín­um. Þó er með nokkuð al­mennu orðalagi opnað fyr­ir þann mögu­leika að þing­menn stjórn­ar­meiri­hlut­ans geti stutt þing­mál varðandi um­sókn­ar­ferli að Evr­ópu­sam­band­inu, komi slíkt mál fram „und­ir lok kjör­tíma­bils­ins,“ eins og það mun vera orðað í sátt­mála­drög­un­um. Ekki virðist þó liggja fyr­ir ná­kvæm skil­grein­ing á því við hvaða dag­setn­ingu skuli miðað með orðalag­inu und­ir lok kjör­tíma­bils­ins.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins munu einnig hafa verið kynnt­ar til­lög­ur að skipt­ingu ráðuneyta milli flokk­anna. Þar mun Sjálf­stæðis­flokk­ur fá for­sæt­is­ráðuneyti, inn­an­rík­is­ráðuneyti, mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti og ut­an­rík­is­ráðuneyti og ráðherra iðnaðar- og viðskipta­mála í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti, Viðreisn mun fá ráðherra sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mála í því sama ráðuneyti ásamt fjár­málaráðuneyti, og ráðuneyti fé­lags- og hús­næðismála í vel­ferðarráðuneyti. Björt framtíð mun hins veg­ar skipa ráðherra heil­brigðismála í því ráðuneyti ásamt um­hverf­is- og auðlindaráðuneyti.

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að það hafi mætt tölu­verðri and­stöðu meðal þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins af lands­byggðinni að ráðuneyti sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mála félli Viðreisn í skaut.

Talið er full­víst að Bjarni Bene­dikts­son verði for­sæt­is­ráðherra í nýrri rík­is­stjórn. Rætt hef­ur verið um Bene­dikt Jó­hann­es­son sem fjár­málaráðherra og Óttar Proppé sem heil­brigðisráðherra. Önnur skip­an ligg­ur ekki fyr­ir.  Ekki hef­ur verið gerð til­laga um breyt­ing­ar á skip­an stjórn­ar­ráðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert