Fer ekki út fyrir þingflokkinn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég reikna ekki með því, ég sé ekki ástæðu til þess,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í frétt­um Rík­is­út­varps­ins spurður hvort hann gerði ráð fyr­ir því að leita út fyr­ir þing­flokk Sjálf­stæðismanna þegar kem­ur að því að skipa ráðherra flokks­ins.

Spurður hvort hann hefði áhyggj­ur af kynja­skipt­ingu í ráðherraliði Sjálf­stæðis­flokks­ins sagði hann það eitt af því sem þyrfti að hafa í huga þegar tek­in væri ákvörðun í þess­um efn­um. Sagðist hann stefna að því að kynna ráðherra flokks­ins annað kvöld.

Hvað ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins varðar ligg­ur ein­ung­is fyr­ir að Bjarni verði for­sæt­is­ráðherra. Fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag að flokk­ur­inn fái auk for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins inn­an­rík­is­ráðuneytið, mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið og ut­an­rík­is­ráðuneytið og ráðherra iðnaðar- og viðskipta­mála í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert