Kynna stjórnarsáttmálann í kvöld

Frá viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.
Frá viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. mbl.is/Golli

Viðreisn fund­ar með stjórn og síðar ráðgjaf­aráði flokks­ins í kvöld. Á þeim fundi verður farið yfir stjórn­arsátt­mála flokk­anna þriggja, Viðreisn­ar, Sjálf­stæðis­flokks og Bjartr­ar framtíðar.

Nefnt hef­ur verið að þrjú ráðuneyti falli Viðreisn í skaut, fjár­málaráðuneyti, sjáv­ar- og land­búnaðarráðuneyti og fé­lags- og hús­næðismálaráðuneyti í vel­ferðarráðuneyti. „Þetta verður til­kynnt með pomp og prakt þegar að því kem­ur,“ seg­ir Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar og vara­formaður flokks­ins, spurð út í skipt­ingu ráðuneyta. Innt eft­ir því hvort hún geti staðfest að flokk­ur­inn fengi þessi þrjú ráðuneyti sagðist hún ekki geta það en hins veg­ar neitaði hún því ekki. 

Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.
Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir, vara­formaður Viðreisn­ar.

Spurð hvort rætt verði á fund­in­um í kvöld um mögu­leg ráðherra­efni bjóst hún ekki við því. „Ég veit ekki hvort við verðum kom­in á þann stað að við get­um rætt það á þess­um fundi í kvöld,“ seg­ir Jóna. 

Stjórn­ar­sam­starf flokk­anna þriggja verður vænt­an­lega kynnt form­lega á morg­un, þriðju­dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert