Ráðherraefni kynnt brátt

Forystufólk Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar á fundi í Alþingishúsinu.
Forystufólk Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar á fundi í Alþingishúsinu. mbl.is/Golli

„Öll þau mál verða kynnt á morgun,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður út í skiptingu ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn. Stjórnarsamstarf flokkanna verður kynnt formlega á blaðamanafundi á morgun. 

Í kvöld klukkan átta verður stjórnarsáttmálinn kynntur á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Spurður hvort ráðherraefni verði kynnt þar til sögunnar segir hann ekki svo vera. Bjarni mun gera það annað kvöld á fundi með þingflokksmönnum. 

Í dag fundar Bjarni einslega með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni vildi ekki staðfesta hvort Sjálf­stæðis­flokk­urinn fái for­sæt­is­ráðuneyti, inn­an­rík­is­ráðuneyti, mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti og ut­an­rík­is­ráðuneyti og ráðherra iðnaðar- og viðskipta­mála í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti, í nýrri ríkisstjórn eins og greint var í frá í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert