Sjálfstæðismenn samþykktu sáttmálann

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundinum í kvöld.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundinum í kvöld. mbl.is/Golli

Stjórn­arsátt­máli fyr­ir­hugaðrar rík­is­stjórn­ar var ein­róma samþykkt­ur á fundi flokks­ráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins að sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns flokks­ins, en fundi ráðsins lauk nú skömmu eft­ir klukk­an níu. „Á fund­in­um var al­veg ein­róma samþykkt að ganga til þessa stjórn­ar­sam­starfs og al­menn ánægja með það að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn taki þátt í og leiði rík­is­stjórn eft­ir þess­ar kosn­ing­ar.“

Bjarni sagðist hafa gefið sér góðan tíma til þess að fara yfir aðdrag­and­ann, niður­stöður kosn­ing­anna, stjórn­ar­mynd­un­ar­tilraun­ir og síðan niður­stöðuna núna. Spurður hvort hann sæi fram á erfitt kjör­tíma­bil með eins manns meiri­hluta sagði hann: „Það er aug­ljós­lega mik­il áskor­un en ég geng til þeirra áskor­un­ar bara bjart­sýnn.“ Til þess að sam­starfið gengi yrði að gera mála­miðlan­ir og leita sátta. Hins veg­ar yrði líka að rísa und­ir vænt­ing­um kjós­enda sem væru mikl­ar um að stefnu­mál­um Sjálf­stæðis­flokks­ins yrði fund­inn far­veg­ur.

Spurður um ráðuneyti sagði Bjarni að sjálf­stæðis­menn hefðu áður kallað eft­ir sér­stöku dóms­málaráðuneyti en það yrði svo önn­ur ákvörðun hvort sér­stak­ur ráðherra yrði sett­ur yfir það. Hvað ráðherra­mál­in sjálf varðaði myndi hann ræða það í þing­flokki sjálf­stæðismanna annað kvöld. Spurður um stjórn­arsátt­mál­ann sagði Bjarni hann nokkuð víðfeðman og þar væri að finna ágætis­jafn­vægi á milli flokk­anna. Sátt­mál­inn yrði kynnt­ur á morg­un.

Spurður hvort það væri áhyggju­efni að full­trú­ar á lands­byggðinni hefðu hugs­an­lega ekki kom­ist á fund­inn vegna skamms fyr­ir­vara sagði Bjarni: „Við reynd­um að gefa eins mik­inn fyr­ir­vara og aðstæður leyfðu. Við höf­um ekki fengið mikið af kvört­un­um vegna þessa en það er alltaf reynt að taka til­lit til þessa og meðal ann­ars þess vegna höfðum við fund­inn að kvöldi til í dag.“ Spurður hvort marg­ir hafi tekið til máls til þess að gagn­rýna sátt­mál­ann sagði Bjarni aðeins tvo hafa gert það en al­mennt hafi komið fram ánægja með niður­stöðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert