Bjóst ekki við ráðherraembætti

Þórdís Kolbrún fyrr í kvöld.
Þórdís Kolbrún fyrr í kvöld. mbl.is/Golli

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir seg­ist ekki hafa bú­ist við því að fá strax þá ábyrgð að gegna ráðherra­embætti, sem nýr þingmaður. Hún verður ráðherra ferðamála, iðnaðar  og ný­sköp­un­ar.

„Ég lét í ljós að ég væri til­bú­in að axla þá ábyrgð sem mér yrði fal­in og ég væri reiðubú­in í þetta verk­efni,“ sagði Þór­dís Kol­brún að lokn­um þing­flokks­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Þór­dís hef­ur starfað sem fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins og  er fyrr­ver­andi aðstoðarmaður Ólaf­ar Nor­dal, sem hef­ur gegnt embætti inn­an­rík­is­ráðherra.

„Mér líst mjög vel á verk­efnið. Ný­sköp­un­ar­mál­in eru sér­stak­lega spenn­andi og kalla á mikla framtíðar­sýn og mik­il tæki­færi. Ferðamál­in eru orðin einn af grund­vall­ar­at­vinnu­veg­um Íslands og það eru mik­il verk­efni þar fram und­an. Það þarf að marka skýra stefnu þar og gera marga hluti. Ég hlakka til að tak­ast á við þetta.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka