Stjórn um „óbreytt ástand“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Golli

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir jafnaðarmenn hafi mikið verk að vinna þegar ný ríkisstjórn taki við. „Ekki verður annað séð enn að sú stjórn sé fremst mynduð um óbreytt ástand, þar sem varðstaða um sérhagsmuni og peningaöfl verður öflugri en áður hefur þekkst.“ Þetta kemur fram í nýársbréfi formannsins til félagsmanna sinna sem nefnist um myndun ríkisstjórnar. 

Hann gagnrýnir einnig Bjarta framtíð og Viðreisn fyrir að ganga í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og segir fyrrgreinda tvo flokka hafa siglt undir „nokkuð fölsku flaggi í kosningarbaráttunni.“ Ástæðan er sú að báðir flokkarnir hafi lagt áherslu á kerfisbreytingar í stefnuskrá sínum en slíkt hafi bara verið „til skrauts.“ Viðreisn hafi gefið eftir helstu baráttumál sín, ESB, kerfisbreytingar í sjávar- og landbúnaði, fyrir ráðherrastóla. Logi segir Viðreisn jafnframt  „fullkomlega fellt grímuna sem harðskeyttur hægri flokkur“ þegar í ljós kom í hvað stefndi.

Tíðindin með Bjarta framtíð voru óvæntari að sögn Loga sem segir „líklegast að flokkurinn hafi tekið sjálfan sig fram yfir stefnumálin og hag þjóðarinnar.“

Hann segir að nú sé „raunveruleg hætta á því að í stað virks lýðræðis almennings, sé að verða hér til auðræði fárra.“ Og vísar til skýrsluna um eignir Íslendinga á lágskattasvæðum sem þáverandi fjármálaráðherra lét gera. Logi gagnrýnir Bjarna Benediktsson, núverandi forsætisráðherra, fyrir að leyna skýrslunni í aðdraganda kosninga sem sýni „óvenjumikla forherðingu. Þetta eru ólíðandi vinnubrögð gefur ekki fyrirheit um nýja og opnari stjórnarhætti af hálfu ríkisstjórnarinnar. Alveg sama þótt formaður Bjartrar framtíðar, teldi í viðtölum í gær, að ný vinnubrögð yrðu í öndvegi,“ segir Logi að lokum í bréfi sínu.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert