Fengu annan úr Panamaskjölum í staðinn

Bjarni Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, ásamt Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni hans, …
Bjarni Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, ásamt Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni hans, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, við undirritun stjórnarsáttmálans í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vefsíða banda­ríska dag­blaðsins The Washingt­on Post grein­ir frá því að Íslend­ing­ar hafi bolað í burtu Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni úr embætti for­sæt­is­ráðherra vegna tengsla hans við af­l­ands­fé­lag í Panama en í staðinn fengið ann­an for­sæt­is­ráðherra sem einnig hafi komið við sögu í Pana­maskjöl­un­um.

„Aðeins tveim­ur dög­um eft­ir að til­kynnt var um lek­ann á Pana­maskjöl­un­um sagði for­sæt­is­ráðher­ann Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son af sér. Í skjöl­un­um kom fram að eig­in­kona hans átti af­l­ands­fé­lag sem tengd­ist bönk­um sem féllu. Það er viðkvæmt mál í landi sem var á bjarg­brún­inni í efna­hagskrepp­unni árið 2008,“ seg­ir í grein The Washingt­on Post.

„Þúsund­ir manna fóru út á göt­ur og kröfðust þess að Gunn­laugs­son viki úr embætti. Talið er að allt að 6,6% ís­lensku þjóðar­inn­ar hafi tekið þátt í mót­mæl­un­um. Núna, rúm­um níu mánuðum eft­ir að Pana­maskjöl­in voru gerð op­in­ber og tveim­ur mánuðum eft­ir snarp­ar kosn­ing­ar, hafa Íslend­ing­ar loks­ins fengið staðgengil fyr­ir Gunn­laugs­son. En þrátt fyr­ir mót­mæl­in í apríl var nýi for­sæt­is­ráðherr­ann einnig nefnd­ur í Pana­maskjöl­un­um.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks og fyrrverandi forsætisráðherra.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Eggert

Í grein­inni kem­ur fram að Bjarni Bene­dikts­son hafi neitað að segja af sér, þrátt fyr­ir að sum­ar skoðanakann­an­ir hafi bent til þess að meiri­hluti al­menn­ings hafi viljað það.

Í fram­hald­inu var talið að eins kon­ar upp­reisn gegn kerf­inu yrði á Íslandi og virt­ist Pírata­flokk­ur­inn lík­leg­ur til að vinna kosn­ing­arn­ar. Það hafi aft­ur á móti ekki gerst því þeir fengu helm­ingi færri at­kvæði en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn.

Ótt­arr Proppé, Bjarni Bene­dikts­son og Bene­dikt Jó­hannes­son for­ystu­menn nýrr­ar rík­is­stjórn­ar.
Ótt­arr Proppé, Bjarni Bene­dikts­son og Bene­dikt Jó­hann­es­son for­ystu­menn nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. mbl.is/​Eggert

Vefsíða breska rík­is­út­varps­ins, BBC, grein­ir frá því að nýja rík­is­stjórn­in hér á landi ætli að setja spurn­ing­una um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu aft­ur á dag­skrá með því að láta þingið kjósa um hvort hald­in verði þjóðar­at­kvæðagreiðsla um aðild­ina.

Þar kem­ur fram að kosn­ing Breta um áfram­hald­andi aðild að ESB, Brex­it, hafi ýtt und­ir aðrar leiðir til að eiga viðskipti við þjóðir Evr­ópu­sam­bands­ins, líkt og gert hef­ur verið á Íslandi.

Reu­ters seg­ir einnig frá því fyr­ir­sögn að Íslend­ing­ar ætli að spyrja þingið hvort halda skuli þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild að ESB.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka