Reiknaði með að fá ráðherrastól

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, (fremstur á myndinni), á þingflokksfundi í …
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, (fremstur á myndinni), á þingflokksfundi í Valhöll nýverið. mbl.is/Golli

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, studdi ekki ráðherraskipan sem formaður flokksins gerði tillögu um. Hann greiddi ekki atkvæði gegn henni heldur sat hjá. Hann furðar sig á því að enginn þingmaður úr Suðurkjördæmi hafi fengið ráðherraembætti í því ljósi ð í því kjördæmi er Sjálfstæðisflokkurinn stærstur. Í alþingiskosningunum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 31% atkvæði og fjóra þingmenn kjörna. 

Páll bendir jafnframt á að fjölmargir hafi haft samband við hann og lýst furðu sinni á því að gengið hafi verið fram hjá honum við ráðherravalið.    

„Að sjálfsögðu reiknaði ég með því,“ segir Páll við mbl.is spurður hvort hann hafi búist við að fá ráðherrastól og bætir við: „Þetta snýst ekki um mig sem persónu heldur Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi.“

Páll er fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi og oddviti í umdæminu.

Hér er færsla Páls á Facebook:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert