Sjö nýliðar í ráðherrastól

Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún …
Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson verða ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn þriggja flokka, sem tekur við völdum í dag. mbl.is/Golli

Ellefu ráðherrar verða í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem tekur við völdum í dag. Í ráðherrahópnum eru sjö einstaklingar sem ekki hafa gegnt ráðherraembætti áður og þrír þeirra eru nýir á þingi.

Aðeins tveir ráðherranna sitja í fráfarandi ríkisstjórn. Kynjaskiptingin er þannig að sjö ráðherranna eru karlar og fjórir konur, að því er fram kemur í umfjöllun um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Morgunblaðinu í dag, en hún tekur til starfa á fundi ríkisráðs á Bessastöðum klukkan 13:30 í dag.

Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar samþykktu í gærkvöldi tillögur formanna flokkanna um ráðherraskipan. „Þetta var erfitt val og ég þurfti að líta til margra sjónarmiða,“ sagði Bjarni Benediktsson, eftir að tillaga hans um ráðherra hafði verið samþykkt í þingflokki sjálfstæðismanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert