Tveir menn í varðhald vegna hvarfs Birnu

Tvímenningarnir huldu andlit sín er þeir voru færðir fyrir dómara …
Tvímenningarnir huldu andlit sín er þeir voru færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness um hádegi í dag. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson

Tveir skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á fjögurra vikna varðhald og hefur ákveðið að kæra úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.

Tvímenningarnir eru grunaðir um refsiverða háttsemi í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur. Þeir neita báðir sök.

Frétt mbl.is: Neita báðir sök

Mennirnir tveir voru báðir handteknir um kl. 13 í gær um borð í togaranum. Skömmu áður höfðu lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra komið um borð og tekið yfir stjórn skipsins sem þá var statt um 90 mílur suðvestur af Íslandi, á leið til hafnar í Hafnarfirði.

Þriðji maðurinn var handtekinn um borð síðdegis í gær. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum. Yfirheyrslur yfir honum hófust í morgun.

Tvímenningarnir voru yfirheyrðir í alla nótt. Yfirheyrslunum verður framhaldið í dag.

Ítarleg leit í skipinu

Tæknideild lögreglunnar gerði ítarlega rannsókn um borð í skipinu í nótt. Lögreglan vill ekki upplýsa hvort eitthvað hafi komið fram við þá leit sem styðji við rannsókn málsins. Þá vill lögreglan heldur ekki segja frá því hvort að einhverjar vísbendingar hafi fundist í bíl sem hún lagði hald á í fyradag og er talinn tengtjast skipverjunum.

Hún hefur hins vegar sagt að enn hafi engar vísbendingar komið fram um hvar Birna er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert