Vaxandi ójöfnuður

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/Ómar

Hlýn­un lofts­lags og vax­andi ójöfnuður í heim­in­um tengj­ast órjúf­an­leg­um bönd­um og eru helstu áskor­an­ir sem við stönd­um frammi fyr­ir. Þetta kom fram í ræðu Rósu Bjark­ar Brynj­ólfs­dótt­ur, þing­manns Vinstri grænna, á Alþingi í kvöld. 

Allt of marg­ir fjár­magnseig­end­ur hafa hagn­ast á meng­andi verk­smiðju­fram­leiðslu á kostnað okk­ar allra og nátt­úr­unn­ar, sagði Rósa Björk og benti á að sam­an þyrft­um við að sam­ein­ast um að sporna gegn þess­ari þróun. Leiðin í þá átt er að taka Par­ís­ar­sam­komu­lagið al­var­lega. 

Ójöfnuður­inn hef­ur vaxið hér á landi. Nefndi hún sem dæmi að rík­asti fimmt­ung­ur lands­manna á 87 pró­sent af öllu eig­in fé í land­inu. „Hinir ríku halda áfram að verða miklu rík­ari á Íslandi,“ sagði Rósa og nefndi aðgerðir rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins á borð við leiðrétt­ing­una. Í því sam­hengi benti hún einnig á að ójöfnuður hafi víðtæk sam­fé­lags­leg áhrif og vísaði meðal ann­ars til barna efnam­inni for­eldra sem búa við skort. Hún nefndi að um 4 til 6 þúsund ís­lensk börn búa við skort og fá­tækt. Ekki væri hægt að vera ró­leg og stillt yfir því. Ekki væri hægt að vera ró­leg­ur á meðan ójöfnuður færi vax­andi í ís­lensku sam­fé­lagi. Hún krafðist aðgerða í þess­um mál­um.       

Rósa Björk sagði að ís­lenskt sam­fé­lag ætti ekki að vera kyrr­stöðusam­fé­lag aft­ur­halds og íhalds, held­ur á að vera á stöðugri hreyf­ingu og í framþróun. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert