Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur átt erfitt um vik í morgun vegna gífurlegs fannfergis. Húsagötur eru ófærar og ekki er vitað hvenær þær verða ruddar.
Að sögn slökkviliðisins var farið í sjúkraflutning á Kjalarnes um sjöleytið í morgun. Þurfti snjóruðningstæki að fara á undan fjallabíl slökkviliðsins til að ryðja leiðina.
Slökkviliðið mælir með því að fólk haldi sig heima við, nema það sé á jeppum, enda sé „allt á kafi alls staðar“.