Víða ófært á höfuðborgarsvæðinu

Allt er á kafi í snjó á höfuðborgarsvæðinu, eins og …
Allt er á kafi í snjó á höfuðborgarsvæðinu, eins og sjá má á þessari mynd. mbl.is/Árni Sæberg

Snjóað hef­ur mikið á höfuðborg­ar­svæðinu í nótt og því er mjög þung­fært í um­dæm­inu. Víða er ófært og á það ekki síst við um húsa­göt­ur. Ljóst er að taf­ir verða á um­ferð og aðeins þeir sem eru á mjög vel út­bún­um bíl­um kunna að kom­ast leiðar sinn­ar. Þeir sem eru á fólks­bíl­um ættu að halda sig heima og ekki freista þess að leggja af stað.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. 

„Snjómokst­ur er þegar haf­inn á höfuðborg­ar­svæðinu en ljóst er að hann mun taka tölu­verðan tíma. Aðgerðastjórn lög­regl­unn­ar í Skóg­ar­hlíð hef­ur verið virkjuð sem og björg­un­ar­sveit­irn­ar. Við ít­rek­um að fólk haldi sig heima því ann­ars er hætt við að hinir sömu lendi í mikl­um vand­ræðum í um­ferðinni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þessi mynd var tekin í Reykjavík klukkan hálfsex í morgun.
Þessi mynd var tek­in í Reykja­vík klukk­an hálf­sex í morg­un. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Jak­obs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert