Seabed Constructor komin til hafnar

Seabed Constructor hefur nú lagst að Skarfabakka í Reykjavík. Lögregla …
Seabed Constructor hefur nú lagst að Skarfabakka í Reykjavík. Lögregla fer með rannsókn málsins. mbl.is/Árni Sæberg

Norska rann­sókn­ar­skipið Sea­bed Constructor kom til í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Greint var frá því í gær að Land­helg­is­gæsl­an hef­ði stefnt skipinu til hafn­ar, vegna gruns um ólög­leg­ar rann­sókn­ir í íslenskri efnahagslögsögu.

Seabed Constructor er í eigu norskr­ar út­gerðar, en er í leigu bresks fyr­ir­tæk­is. Greindi RÚV frá því í gær að skipið hefði und­an­farna daga haldið sig á svæðinu, þar sem þýska flutn­inga­skipið Mind­en sökk í seinni heims­styrj­öld­inni og að grunur leiki á að fyrirtækið sem leigi skipið sé að kanna hvort verðmæti leyn­ist í skip­inu.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hefur nú tekið við rann­sókn máls­ins. Að því er fram kom í til­kynn­ingu Land­helg­is­gæsl­unn­ar í gær verður nú tek­in skýrsla af skip­stjór­an­um, auk þess sem dag­bæk­ur og búnaður skips­ins verður rann­sakað til að fá frek­ari upp­lýs­ing­ar um at­hafn­ir skipsins að und­an­förnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert