Vilja bæta geðheilbrigðismál

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra á leið á ríkisstjórnarfund í dag.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra á leið á ríkisstjórnarfund í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er eitt af því sem er ein­læg­ur vilji okk­ar að bæta,“ seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra, spurður um það hvort veita eigi aukna fjár­muni til geðheil­brigðismála í næstu fjár­lög­um, sem kynnt verða þegar Alþingi kem­ur sam­an um miðjan næsta mánuð.

Bend­ir hann á að gert sé ráð fyr­ir því bæði í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar og í fjár­mála­áætl­un sem Alþingi samþykkti í vor að styrkja sál­fræðiþjón­ustu í skól­um og á heilsu­gæslu­stöðvum. „Við reyn­um að bæta úr þessu eins og við mögu­lega get­um,“ seg­ir Bene­dikt.

Geðheil­brigðismál hafa verið mikið í umræðunni að und­an­förnu, en eins og greint hef­ur verið frá hafa tveir ung­ir menn svipt sig lífi á geðdeild Land­spít­al­ans á síðustu vik­um.

Ótt­arr Proppé heil­brigðisráðherra sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í mánuðinum að þegar hefði tek­ist að fjölga sál­fræðing­um í heilsu­gæsl­unni og þar af leiðandi sál­fræðiþjón­ustu í heil­brigðis­kerf­inu. Aukn­ing­in hafi verið um­fram það sem gert var ráð fyr­ir í geðheil­brigðisáætl­un sem samþykkt var á Alþingi í fyrra.

Frétt mbl.is: Sál­fræðing­um á heilsu­gæsl­um fjölgað

Boðar meiri stöðug­leika

Fjár­laga­frum­varpið sem birt verður í næsta mánuði er fyrsta fjár­laga­frum­varp Bene­dikts, en hann seg­ir það eiga sér góða hliðstæðu í fjár­mála­áætl­un­inni. Fjár­mála­áætl­un­in er sett til fimm ára en upp­færð á hverju ári miðað við stöðuna hverju sinni. Var hún samþykkt með 32 at­kvæðum gegn 31 í lok maí sl.

Bene­dikt hef­ur boðað meiri stöðug­leika með því að birta þriggja ára áætl­un um fram­lög til allra stofn­ana.

„Nýj­ung­in og það sem mér finnst mest spenn­andi er að við verðum með þessa sund­urliðun til þriggja ára um áætl­un á ein­stak­ar stofn­an­ir og fjár­veit­ing­ar til þeirra,“ seg­ir Bene­dikt. „Þetta mun von­andi gefa betri vissu um hvert við stefn­um og auðveld­ar við fram­lagn­ingu næstu fjár­mála­áætl­un­ar sem ég mun leggja fram í vor, að sjá hvaða hugs­un lig­ur að baki og ef breyt­ing­ar eru gerðar þá hvar.“

Bend­ir Bene­dikt á að þetta sé gert sam­kvæmt lög­um um op­in­ber fjár­mál, og þó að þetta sé gert nú í fyrsta sinn séu þetta eng­in ný­mæli. „Ég lít svo á að þetta sé góð breyt­ing og þetta er eft­ir lög­un­um,“ seg­ir Bene­dikt. „Ég held að fjár­laga­frum­varpið sjálft sé alltaf að verða minna og minna spenn­andi því það er búið að segja fyr­ir fram sirka hvernig það verður.“

Spurður um stærstu mál­in sem nú liggja fyr­ir nefn­ir Bene­dikt kjara­mál­in og vanda sauðfjár­bænda. „Það eru mál­efni sem við erum að fást við akkúrat núna en ég veit ekki hvort þau muni end­ast fram á haust. Kjara­mál­in gera það ef­laust en von­andi finnst lausn á vanda sauðfjár­bænda fljót­lega.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert