Flugvirkjar LHG felldu kjarasamning

Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa boðað verkfall 11. maí. Mynd úr …
Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa boðað verkfall 11. maí. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

„Það vantar eitthvað lítið upp á,“ segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, við mbl.is, en í gær felldu flugvirkjar hjá Landhelgisgæslu Íslands kjarasamning sem skrifað var undir 18. apríl síðastliðinn. Samningurinn tekur til 18 starfsmanna.

Að sögn Guðmundar var samningurinn felldur með litlum mun og í dag ætluðu flugvirkjar Landhelgisgæslunnar að koma saman og ræða um samninginn og framhaldið. Hann hafði ekki heyrt um lyktir þess fundar.

„Við vonum bara að þetta leysist fyrir verkfall,“ segir Guðmundur Úlfar, en að óbreyttu hefst verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni 11. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert