Gaf ráðherrum bók um byggingasögu Seyðisfjarðar

Þóra ásamt Pétri Kristjánssyni, fyrrum forstöðumanni Tækniminjasafns Austurlands, og Katrínu …
Þóra ásamt Pétri Kristjánssyni, fyrrum forstöðumanni Tækniminjasafns Austurlands, og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á Seyðisfirði í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Höfðinglega var tekið á móti ráðherrum ríkistjórnarinnar á Seyðisfirði ef litið er framhjá fréttum gærdagsins af meintum hótunum í garð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðamönnum þjóðarinnar var almennt vel tekið af harmi slegnum en keikum Seyðfirðingum. Það sást einna best á gjöf Þóru Guðmundsdóttur, arkitekt og hótelhaldara, sem hún gaf ráðherrum í gær.

„Það er þannig að þegar Seyðisfjörður átti 100 ára afmæli árið 1995 þá var mér falið að skrifa lítið hefti um byggingarsögu bæjarins sem endaði á því að vera einhverjar 500 síður,“ segir Þóra Guðmundsdóttir, sem búið hefur á Seyðisfirði alla ævi, í samtali við mbl.is.

Katrín Jakobsdóttir heldur á bókinni.
Katrín Jakobsdóttir heldur á bókinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þessi bók var endurútgefin í sumar og mér þótti viðeigandi að ráðherrarnir fengju þessa bók, Húsasaga Seyðisfjarðakaupstaðar. Þeir geta þá glöggvað sig á þeim húsum sem hér standa, hafa staðið og þeim sem nú eru nær horfin.“

Þóra faðmar Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Þóra faðmar Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spurð að því hvort samtal hennar við ráðherrana hafi verið ánægjulegt segir Þóra að svo hafi verið. „Jú, ég bauð þeim að koma hingað inn og þiggja kakó. Hér komu svo aðrir íbúar og sögðu raunasögur sínar. Þetta var bara hinn ánægjulegast fundur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert