Í haldi fram yfir áramót vegna skotárásar

Einn maður er í haldi vegna árásarinnar, að sögn Gríms.
Einn maður er í haldi vegna árásarinnar, að sögn Gríms. Samsett mynd

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni til 3. janúar vegna skotárásarinnar í Úlfarsárdal í byrjun nóvember.

Annar maður var einnig í gæsluvarðhaldi vegna málsins en ekki var krafist áframhaldandi varðhalds yfir honum, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Grímur segir rannsókn málsins ganga ágætlega. Hún sé í hefðbundnum farvegi og yfirheyrslur enn í gangi.

Lögreglan er að hans sögn enn með það til rannsóknar hvort skotárásin tengist hnífstunguárás á Litla-Hrauni og annarri hnífstunguárás í Grafarholti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert