Framlengja gæsluvarðhald yfir sex manns

Rökstuddur grunur leikur á mansali, peningaþvætti, brotum á atvinnuréttindum útlendinga …
Rökstuddur grunur leikur á mansali, peningaþvætti, brotum á atvinnuréttindum útlendinga og skipu­lagðri brotastarfsemi. Eggert Jóhannesson

Þrír karlar og þrjár konur voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við aðgerðir lögreglu í síðustu viku.  

Fólkið var handtekið í kjölfar umfangsmikilla aðgerða á höfuðborgarsvæðinu og víðar en tilefni aðgerðanna var rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi.

Átta voru handtekin í tengslum við málið en aðeins sex úrskurðuð í gæsluvarðhald. Aðgerðir snéru að gistiheimilinu Kastali guesthouse, veitingastöðum Pho Vietnam, Vietnam restaurant og Wok On. Davíð Viðarsson, eigandi fyrirtækjanna er á meðal þeirra sem eru með stöðu sakbornings í málinu. 

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur gæsluvarðhald verið framlengt til 26. mars á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu þeirra.

Segir einnig í tilkynningunni að rannsókn málsins miði ágætlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka