Davíð og fjölskylda áfram í gæsluvarðhaldi

Davíð Viðarsson, Quang Le, var handtekinn 5. mars í aðgerðum …
Davíð Viðarsson, Quang Le, var handtekinn 5. mars í aðgerðum lögreglu. Samsett mynd

Áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Davíð Viðarssyni, Quang Lé, var staðfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Fyrrverandi eiginkona Davíðs og bróðir voru einnig úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Voru þau handtekin 5. mars síðastliðinn í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar. Grunur leikur á mansali, peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi. 

Tvær vikur til viðbótar

Davíð og fjölskylda munu sæta gæsluvarðhaldi í tvær vikur. Nú þegar hafa þau sætt gæsluvarðhaldi í fimm vikur. Enn hafa níu hafa rétt­ar­stöðu sak­born­ings í málinu og eru átta þeirra af víet­nömsk­um upp­runa og einn Íslend­ing­ur sem er fyrr­ver­andi eig­andi veit­ingastaða Wok on.

Elín segir rannsóknina miða ágætlega en að hún sé yfirgripsmikil. 

„Þetta tekur tíma,“ segir Elín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka