Síðasti séns fyrir sjálfstæðismenn að sanna sig

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þingmaður Miðflokks­ins, seg­ir í sam­tali við mbl.is að „býsna stór gjá“ hafi mynd­ast inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna kaupa Lands­bank­ans á trygg­inga­fé­lag­inu TM.

Hann tel­ur að Sjálf­stæðis­menn muni lík­lega ekki fylgja eft­ir stefnu sinni.

Skipt­ar skoðanir inn­an stjórn­ar­inn­ar

Greint var frá því í gær að Kvika hefði samþykkt til­boð Lands­bank­ans í TM og að einkaviðræður myndu hefjast um kaup­in.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir fjár­málaráðherra brást við í kjöl­farið og sagði viðskipt­in ekki verða að veru­leika með henn­ar samþykki nema sölu­ferli Lands­bank­ans myndi hefjast.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði á Alþingi í dag að hún muni ekki taka þátt í að selja hlut í bank­an­um. 

„Rík­is­trygg­inga­fé­lag“

„Mér líst nátt­úr­lega ekki sér­lega vel á þessa áfram­hald­andi rík­i­s­væðingu," seg­ir Sig­mund­ur Davíð, spurður hvernig hon­um lít­ist á kaup­in og á þar við að TM verði með kaup­un­um „rík­is­trygg­inga­fé­lag“. 

Sig­mund­ur Davíð seg­ir ekki síður áhuga­vert að sjá, „þenn­an full­komna ágrein­ing sem virðist vera í rík­is­stjórn­inni um málið“.

Hann seg­ir sér­stakt hvernig málið beri að, en Þór­dís Kol­brún greindi frá af­stöðu sinni í Face­book-færslu í gær­kvöldi. Sig­mund­ur Davíð nefn­ir ágrein­ing um hvort fjár­málaráðherra hafi í raun og veru eitt­hvað um viðskipt­in að segja. 

Katrín tók sterkt til orða

Sig­mund­ur seg­ir að sér hafi fund­ist Katrín síðan taka býsna sterkt til orða er málið var rætt í þing­inu í dag. 

„Og í raun og veru segja það hreint út að fjár­málaráðherr­ann væri að tala gegn stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

Hann seg­ir Katrínu hafa rétti­lega minnt á að það standi til að klára fyrst söl­una á Íslands­banka, áður en farið verði í að selja hlut í Lands­bank­an­um.

Það sé þó rétt sem að Þór­dís minn­ist á í færsl­unni að sam­kvæmt eig­enda­stefnu rík­is­ins fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki, sem að rík­is­stjórn­in samþykkti árið 2017, sé meðal ann­ars kveðið á um að draga úr eign­ar­haldi rík­is­ins í Lands­bank­an­um. 

„En nú seg­ir for­sæt­is­ráðherra að það komi ekki til greina að selja hlut í Lands­bank­an­um. Þannig að stefn­an hjá stjórn­inni – og sér­stak­lega á milli for­sæt­is- og fjár­málaráðherra – er búin að fær­ast al­gjör­lega í sitt­hvora átt­ina,“ seg­ir hann.

„Þetta er orðin býsna stór gjá hjá þess­um stjórn­ar­flokk­um og það í máli sem virðist ekki hafa verið nokkru sinni rætt í rík­is­stjórn, held­ur komi bara upp núna fimm eða sex mánuðum eft­ir að þess­ar þreif­ing­ar hóf­ust um þessi kaup.“

Greint var frá því í gær að stjórn Kviku banka …
Greint var frá því í gær að stjórn Kviku banka hefði ákveðið að taka til­boði Lands­bank­ans um kaup á hluta­fé TM trygg­inga hf.

Hvað mynd­ir þú vilja að gerðist í þess­um viðskipt­um?

„Ég held að það væri ekki heppi­legt að rík­i­s­væða trygg­inga­fé­lag. En, það hvað einn ráðherra get­ur gert – þó það sé fjár­málaráðherra – það virðist vera mjög óljóst. Þrátt fyr­ir af­drátt­ar­lausa yf­ir­lýs­ingu ráðherr­ans. Sér­stak­lega þegar hún hef­ur ekki rík­is­stjórn­ina með sér.“

Tel­ur að bank­inn haldi sínu striki

Sig­mund­ur Davíð seg­ir erfitt að spá fyr­ir hvað muni ger­ast, en í ljósi reynsl­unn­ar telji hann að bank­inn muni halda sínu striki óháð af­stöðu Þór­dís­ar, eins og Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir banka­stjóri sagði í viðtali við mbl.is í dag.

„Sem er enn önn­ur áminn­ing um það hverj­ir stjórna raun­veru­lega,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð.

Hann tel­ur að viðskipt­in muni fara fram og Sjálf­stæðis­menn muni kyngja því, „líkt og þeir hafa kyngt svo mörgu öðru áður“.

Límið í ráðherra­stóln­um sterkt 

Sig­mund­ur Davíð seg­ist þó telja að um síðasta séns sjálf­stæðismanna sé að ræða, til að stíga niður fæti í stjórn­ar­sam­starf­inu og fylgja sinni stefnu. 

„Það er lík­lega ástæðan fyr­ir því með hvaða hætti fjár­málaráðherra tók til orða og stillti hinum stjórn­ar­flokk­un­um upp við vegg, með þess­um sér­staka hætti.“

Hann ít­rek­ar að í ljósi reynsl­unn­ar telji hann lík­legt að sjálf­stæðis­menn fylgi ekki eft­ir sinni stefnu. 

Tel­urðu að þetta mál gæti orðið út­slagið í stjórn­ar­sam­starf­inu?

„Þetta mál ber öll merki þess að geta orðið það og eitt af þess­um mál­um sem að kannski eng­inn sá fyr­ir, en verður grund­vall­ar­mál sem að brýt­ur – sem að var orðið býsna brot­hætt fyr­ir – stjórn­ar­sam­starfið.

En þó er ég – í ljósi reynsl­unn­ar – orðinn var­fær­inn við að spá. Því að það hafa alloft komið upp aðstæður þar sem að ráðherr­ar jafn­vel og stjórn­arþing­menn hafa sagt hingað og ekki lengra, nú er þetta úr­slita­stund­in, og svo er það ekki úr­slita­stund­in. Límið í ráðherra­stóln­um er sterk­ara en prinsipp­in.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka