Nýtt bankaráð kjörið

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sést hér til hægri á aðalfundi …
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sést hér til hægri á aðalfundi Landsbankans í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þorvarður Sigurgeirsson var rétt í þessu kjörinn formaður bankaráðs Landsbankans. 

Í ráðinu voru einnig kjörin Eva Halldórsdóttir, Kristján Þ. Davíðsson, Rebekka Jóelsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Þór Hauksson og Örn Guðmundsson.

Sigurður Jón Björnsson og Stefanía Halldórsdóttir voru sjálfkjörnir varamenn.

Stjórn Banka­sýslu rík­is­ins ákvað fyrir viku að öllu bankaráði Landsbankans yrði skipt út á aðalfundi bankans.

3,2% launahækkun

Samþykkt var á aðal­fund­in­um að laun bankaráðs muni hækka um 3,2% á milli ára.

Nýr formaður bankaráðs mun fá greidd 909.000 krón­ur á mánuði, vara­formaður 645.000 og bankaráðsmenn 521.000. Laun vara­manna verða 261.000 krón­ur fyr­ir hvern set­inn fund.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK