Boða aðgerðir á Keflavíkurflugvelli

Gera má ráð fyrir að aðgerðirnar muni hafa nokkur áhrif …
Gera má ráð fyrir að aðgerðirnar muni hafa nokkur áhrif á farþegaflutninga um Leifsstöð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samninganefndir Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Sameykis hafa ákveðið að boða til aðgerða á Keflavíkurflugvelli sem felist í yfirvinnu- og þjálfunarbanni „ásamt tímabundnum og tímasettum aðgerðum við öryggisleit og farþegaflutninga eftir að samtöl stéttarfélaganna við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia ohf. reyndust árangurslaus“, eins og segir í tilkynningu.

Verði þær samþykktar í atkvæðagreiðslu sem lýkur næsta fimmtudag, hefjast aðgerðirnar síðdegis hinn 9. maí.

Fram kemur að kröfur félaganna snúa fyrst og fremst að því að ná fram samræmingu á réttindum milli gildandi kjarasamninga innan Isavia ohf. og dótturfélaga og leiðréttingu á framkvæmd kjarasamninga frá síðustu samningalotu. Á vef Sameykis er fyrirhuguðum aðgerðum lýst þar sem auglýst er almenn leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um boðun yfirvinnubanns og vinnustöðvunar sem mun ná til félagsfólks Sameykis sem starfar hjá Isavia.

Frá kl. 16 fimmtudaginn 9. maí hefst ótímabundið yfirvinnubann. Það nær til alls félagsfólks Sameykis og FFR sem starfar hjá Isavia ohf. og dótturfélögum.

Frá kl. 16 þann sama dag hefst einnig ótímabundið þjálfunarbann. Þjálfunarbannið tekur einnig til félagsfólks FFR og Sameykis sem starfar hjá Isavia ohf. sem leiðbeinendur og vottaðir leiðbeinendur á gólfi.

Hér fyrir neðan má sjá tímasetningar á fyrirhuguðum aðgerðum sem félagsmenn greiða atkvæði um:

Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 10. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.

Á tímabilinu frá kl. 08:00-12:00, föstudaginn 10. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir farþegaflutningum á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.

Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, fimmtudaginn 16. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.

Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 17. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.

Á tímabilinu frá kl. 08:00-12:00, föstudaginn 17. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir farþegaflutningum á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.

Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, mánudaginn 20. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert