Beint: Málþing vegna 30 ára EES-afmælis

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra flytur ávarp á fundinum.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra flytur ávarp á fundinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Málþing í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins verður haldið á Grand Hótel Reykjavík klukkan 10 til 12.15 í dag.

Málþingið, sem ber yfirskriftina EES í 30 ár – ávinningur, tækifæri, áskoranir, er einn af þremur viðburðum í dag sem Rannís, utanríkisráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og sendinefnd ESB á Íslandi halda til að fagna samstarfinu.

Beint streymi frá málþinginu: 

Á málþinginu, sem fer fram á ensku, verður sjónum beint að þátttöku Íslands í innri markaði Evrópu og evrópskum samstarfsáætlunum og hvaða áskoranir og tækifæri framtíðin ber í skauti sér til umræðu..

Ávörp og erindi:

  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (myndbandsávarp)
  • Iliana Ivanova, framkvæmdastjóri nýsköpunar, rannsóknar, menningar-, mennta- og æskulýðsmála í framkvæmdastjórn ESB (myndbandsávarp)
  • Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi
  • Borgar Þór Einarsson, varaframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES
  • Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís

Að loknum erindum fara fram pallborðsumræður um EES-samstarfið og þátttöku Íslands í evrópskum samstarfsáætlunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert