„Þetta er göfugt og magnað verkefni“

Unnur Ösp og Elísabet voru með gjörning til mæðra í …
Unnur Ösp og Elísabet voru með gjörning til mæðra í tilefni átaksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við vorum heiðraðar með símtali stöllurnar, ég og Elísabet Jökulsdóttir, fyrir nokkru, þar sem Guðríður Sigurðardóttir, formaður Menntasjóðs Mæðrastyrksnefndar, bauð okkur að vera verndarar Menntasjóðsins í ár,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og bætir við að þar séu þær í góðum félagsskap merkra kvenna, eins og m.a. Vigdísar Finnbogadóttur og Elizu Reid, sem hafa verið verndarar sjóðsins.

„Þetta er göfugt og magnað verkefni sem við erum að taka þátt í að vernda og það er búið að veita sex hundruð styrki til mæðra til þess að efla konur sem eiga í erfiðleikum svo þær geti skapað sér og börnum sínum betra líf, svo við þurftum ekki að hugsa okkur lengi um.“

Unnur Ösp segir að hún og Elísabet hafi tengt strax mjög sterkt við verkefnið og það tengist þeirra samvinnu í leikverkinu Saknaðarilmi í Þjóðleikhúsinu. „Við höfum verið að vinna saman í þessu verki sem tengist áföllum kvenna í gegnum kynslóðirnar. Þess vegna þótti okkur sérstaklega vænt um að koma að þessari styrkveitingu.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert