Kosningakompás mbl.is

Hvar stendur þú í stjórnmálum? Hversu vel endurspeglar stefna stjórnmálaflokkanna sjónarmið þín? Kosningakompás mbl.is getur veitt þér ákveðna innsýn í hvernig viðhorf þín í einstaka málum tengjast stefnumiðum stjórnmálaflokkanna.

Svara þarf tuttugu spurningum þar sem varpað er fram fullyrðingu og þú tekur afstöðu til þess hversu sammála þú sért henni eða ósammála. Sömu spurningar hafa einnig verið lagðar fyrir stjórnmálaflokkanna. Að lokum má sjá hversu mikið er sameiginlegt með svörum þínum og svörum einstakra flokka.

Hvernig er kompásinn gerður?

Teknar voru saman tuttugu fullyrðingar sem þóttu dæmigerðar fyrir þau mál er hafa verið ofarlega á baugi í stjórnmálaumræðunni og í stefnuskrám flokkanna fyrir kosningarnar. Reynt var að hafa það mikla breidd í fullyrðingunum að þær tækju mið af af sjónarmiðum allra flokka. Afstaða flokkanna var svo metin út frá stefnuskrám þeirra og nýlegum afdráttarlausum stefnuyfirlýsingum. Með því að svara sömu spurningum geturðu séð hversu margt þú átt sameiginlegt með hinum ýmsu flokkum, að minnsta kosti í þeim málum sem spurt er um.

Kosningakompás mbl.is er að sjálfsögðu ekki byggður á nákvæmum vísindum og fyrst og fremst til gamans gerður. Ekkert af þeim upplýsingum, sem notendur skrá inn þegar þeir svara spurningunum, er geymt og eingöngu hver og einn notandi getur séð sína niðurstöðu.

Fara á kosningakompás

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert