Danir nálgast evruna

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mbl.is/Baldur

Allt útlit er fyrir að senn muni Danir öðru sinni ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka beri upp evru sem gjaldmiðil í landinu. Meirihluti þingflokka er hlynntur upptöku en engu að síður er talið allt að því nauðsynlegt að fá grænt ljós frá Sósíalíska þjóðarflokknum, sem er klofinn í málinu.

Takist leiðtogum Venstre, sem fer fyrir stjórninni, að telja forystumenn Sósíalíska þjóðarflokksins á evruupptöku er næsta víst að hún verði að veruleika um og eftir næstu þingkosningar sem fara í síðasta lagi fram árið 2011.

Á Evrópuvef Morgunblaðsins má nálgast viðtöl Baldurs Arnarsonar við danska blaða- og stjórnmálamenn um evruumræðuna í Danmörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert