Fimm milljónir í innsetningu forseta

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands við þingsetninguna í morgun.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands við þingsetninguna í morgun.

Forsætisráðuneytið sækir um fimm milljóna króna tímabundið framlag vegna kostnaðar við innsetningu forseta Íslands í Alþingishúsinu á næsta ári.

Forsetainnsetning er á ábyrgð ráðuneytisins en Alþingi leggur til húsnæði og aðstoðar eftir þörfum við undirbúning og framkvæmd athafnarinnar.

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs segir að stærstu útgjaldaliðir séu aftenging borða í þingsal og flutningur í geymslu ásamt enduruppsetningu og tengingum.

Tónlist og skreytingar

Einnig falla til útgjöld vegna tónlistar og skreytinga í Alþingishúsinu og í Dómkirkjunni.

Miklar umræður hafa verið í dag um orð Ólafs Ragnars Grímssonar við setningu þingsins: Þegar ég er nú sam­kvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér að setja Alþingi í síðasta sinn flyt ég þing­inu í senn djúpa virðingu mína og ein­læg­ar þakk­ir.“

Netverjar hafa ham­ast við að reyna að túlka orð hans og þá hvort hann muni bjóða sig fram að nýju.

Frétt mbl.is: Hvað var Ólafur Ragnar að meina?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert