Sjálfstæðiflokkurinn með 31,1% fylgi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag eða 31,1%. Píratar fylgja þeim fast á eftir með 30,3% fylgi. 

Vinstri grænir bæta við sig tæpum sex prósentum frá síðustu könnun en 19,8% aðspurðra sögðust myndu kjósa VG ef kosið væri nú. 7,4% aðspurðra sögðust kjósa Samfylkinguna og 6,5% Framsóknarflokkinn. 3,1% sögðust  kjósa Bjarta Framtíð.

Í frétt Fréttablaðsins í dag kemur fram að ef niðurstöður kosninganna yrðu í samræmi við könnunina fengu Sjálfstæðismenn 21 þingmann, Píratar 20, Vinstri grænir 13, Samfylkingin fimm og Framsókn fjóra.

Könnunin var framkvæmd þannig að hringt var í 1.019 manns þar til náðist í 799. Rúmlega þriðjungur þeirra sem náðist í tók ekki afstöðu til könnunarinnar en 516 tóku afstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka