Samfylkingin nálgast botninn

Samfylkingin er í kröppum dansi ef marka má könnun Fréttablaðsins.
Samfylkingin er í kröppum dansi ef marka má könnun Fréttablaðsins. mynd/Heiðdís

Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru enn stærstu flokkar landsins en Samfylkingin mælist aðeins með 6% fylgi í nýrri skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Það er um helmingur kjörfylgis flokksins. 

Aðeins Björt framtíð mælist með minna fylgi en Samfylkingin í könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Framsóknarflokkurinn mælist litlu stærri með rúm 7%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 32% fylgi en Píratar 29%. Velgengni Vinstri grænna í könnunum í kjölfar uppljóstrana úr Panamaskjölunum heldur áfram og fengi flokkurinn 18% atkvæða ef marka má könnunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert